azul

My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Thursday, January 29, 2015

Ég hef mikið að segja

Japanskar myndir eru í fókus á GöteborgFilm Festival í ár, 16 myndir telst mér og helminngur þeirrra eftir konur!


Í gær sá ég japönsku myndina Futatsume no mado eða Still the water. Kyrra vatnið. Má þýða tililinn þannig? Falleg. Ljóðræn. Um dauðann og hafið. Hafið og dauðann. Myndin hefst á druknun ... og því hvernig fólk bregst við. Slys eða ekki slys? Unga fólkið syndir, en ekki sársaukalaust. Parið, unglingarnir, synda og synda gegnum myndina og mynda límið. Gegnum að nálgast hvort annað og dauðann. Frásagnaraðferðin er kyrrlát; með lygnum nærmyndum oft orðlausum, eins og þegar aðalpersónan, unglingsstúlka horfir þögul á hvernig dýrinu blæðir út, finnur á sér hvenær sálin yfirgefur líkaman. Segir það upphátt. Og gamli maðurinn snýr baki í dýrið; segir loks eitthvað um sjóinn. Í annari senu horfir stúlkan á deyjandi móður sína, atriði sem eins og kallast á við hitt. Og fólkið syngur fyrir hina deyjandi, hennar nánustu syngja og dansa. Heimilið breytist í helgidóm. Kyrrðin/lygnan er brotin upp með ofsa hafsins og tillfinningaofsa unglingsdrengs, sem er ósáttur við líf móður sinnar og viðbrögð hennar við ást og dauða. Eitt af því sem ég féll fyrir í þessari mynd var hvernig karlmönnum er lýst sem tilfinningaverum, næmum, meðvituðum hugsunarsömum ... þannig er feðrum beggja unglinganna lýst og öll sú „karlmennska“ sem tilheyrir vestrænum bíóklisjum er víðs fjarri.


Leikstjórinn Naomi Kawase steig á svið fyrir sýningu - enda var detta hátíðleg rauðadregils sýning á Storan, með söng og kokteilboði í Kristalssalnum fyrir mynd  - hún hvatti fólk til að koma að mæta í samtal á föstudaginn, þá verður hún með masterklass, „því ég hef margt og mikið að segja“. Mér fannst hún svo skemmtileg í þessari öruggu yfirlýsingu, enda sat ég upp á svölum og sýndist þetta vera skemmtilega frjálslega klædd ung kona, svona töff og glæsileg gallabuxnastelpa hugsaði ég. Þegar ég skoða myndir og umfjöllun, sé ég hún er ekkert kornung, enda talin ein af fremstu kvikmyndagerðarmönnum japana síðastliðin 20 ár. Sem leikstýjóri, handritahöfundur og framleiðandi.
Still the water, segir hún vera sitt meistaraverk.
Naomi Kawase er fædd í Nara, Japan 1969. Tvítug lauk hún prófum við Osaka School of Photograpy og kenndi síðan fjögur ár við skólann. Gautaborgarhátíðin hefur áður sýnt mynd hennar Moe no Suzaku frá 1997.

*
Önnur japönsk mynd sem ég sá í vikunni var listaverkið: Sako nomi nite hikari kagayaku eða The Light Shines Only There, eftir Mipo O. Myndin er snilldarvel leikin, og er framlag Japans til Óskarsverðlauna.
Leikstjórinn Mipo O. Er fædd 1977, menntuð í listaháskólann Osaka og hóf ferilinn sem klippari í fimm ár fyrir Nobuhiko Obayashi. Hún hlaut Sundanceverðlaunin fyrir fyrstu leiknu mynd sína frá 2006.


The Light Shines Only There fra 2014 er myrk mynd um fólk sem býr við afar erfið lífskjör og  byggð á sögu eftir Yasushi Sato sem framdi sjálfsmorð skömmu eftir útgáfuna, bara 41 árs, þann 9 oktober 1990. Go Ayano leikur unga manninn sem hefur orðið fyrir skelfilegri reynslu við að sprengja kletta ... nú ráfar hann um í bænum, á eyjunni Hokkiado, drekkur reykir og virðist á góðri leið með að verða spilafíkill. hann kynnist náunga nýkomnum úr fangelsi og síðan systur  hans. Þau tvö eru leikin af Masaki Suda, 21 árs gömlum og systir hans er leikin af Chizuru Ikewaki (f. 1981). Öll þrjú gera vel, en hennar leikur heillaði mig sérstaklega, með afburða mögnuðum orðlausum augnablikum ekki síst í lok myndarinnar. 

Við erum lifandi - takk fyrir það

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Gautaborg hófst á föstudagskvöldið 23 janúar. Hátíð númer 38.Vígð av menningarmálaráðherra Alice Bah Kuhnke sem stóðst allar væntingar varðandi skemmtilegheit. Sagði sögur og lagði áherslu á hve mikilvægt það er að gera og sjá og ræða um kvikmyndir. 


Rauðar gular grönar og bláar regnhlífar  loftinu í menningarhöllinni Aktionsverket - Kulturarena á þriðju Löngugötu. Japanskir smárérrir og kvikmyndafólk meðfram öllum veggjum ... á miðju gólfinu er barist ... með japönskum prikum, hvítklæddir menn í einvígi ... ha dúell, er það einvígi á íslensku? Hm. Hvítklæddir menn í návígi tveir og tveir í senn hefja löng prikin á loft eftir kúnstarinnar reglum - örugglega japönskum – og láta sér lenda saman, þar til annar hvor kútveltis um á gólfinu. Á sviðinu stendur kona og baðar út öngunum ... eins og hún sé að stjórna ósýnilegri hljómsveit ... eru það bardagarnir sem hún er að stjórna? Ónei, það er tónlist, ósýnilegi kórinn er læf, stendur eins og fjarska, uppi á háum svölum og ómar þaðan um allt verkið.
Það er partý, rauðir dreglar við Derkann og Storan, fimmhundruð kvikmyndir sem á að sýna á 10 dögum. Noregur og Japan í fokus. En vígslumyndin er dönsk, ein af norrænu myndunum sem keppir um stærstu kvikmydnaverðlaun í heimi reiknað í peningum samkvæmt þeim sem kunna að reikna, hún er eftir leikstjóra sem áður hefur hlotið verðlaunin sem á alþjóðamálinu nefnist Dragon Award:Best Nordic Film.

            Amma var vön að hringja í mig á hverju kvöldi klukkan átta Svo hætti hún því. Eftir það hringi ég til hennar, sagði Michael Noer danski leikstjóri vígslumyndarinnar. Það var frumsýning á Nøgel hus spejl/Key House Mirror.  En verið ekki að spá í að þetta sé um eldra fólk; myndin fjallar um minnið en munið að þetta er ástarsaga, hún fjallar ekki um gamalt fólk eða ungt fólk, hún fjallar um ást sagði Michael áður en myndin var sýnd, með Ghita Nørby og Sven Wolter sem brilleruðu að sjálfsögðu í aðalhlutverkum, á tjaldinu og framan við það.


                    
Gita, Sven och leikstjórinn Michael Noer
  Ef þið hafið skemmt ykkur bara brotabrot á móts við það sem við höfum gert þá er er það fínt, sagði Ghita á sviðinu fyrir framan drekatjaldið og hélt áfram: Takk fyrir að koma, takk fyrir að við komum, við erum lifandi! Takk fyrir það.