Dagar með Stinu
Við Stina eigum "namnsdag" í dag 24 júlí! Myndin af okkur er tekin í gær bakvið gömlu kirkjuna hér í Partille (upphaflega byggð á 13. öld.) á rölti okkar um nágrennið rétt áður en hún fór ... aftur til Stokhólms. Á laugardeginum skokkuðum við upp Kirkåströppurnar og klöngruðumst upp á klettana í Paradís ... það var i annað sinn í sumar sem ég hafði það þrekvirki af, því mér tókst það líka með Lárusi bróður og Særúnu tveim dögum fyrr. Loks fékk ég ferðasögu Stínu frá í fyrra, til Raivola á Karelska nesinu þar sem Edith Södergran liggur grafin ... (og Anna Achmatova skamt þar frá!); og þar sem hús skáldkonunnar hefur horfið með öllu. Það var lítill hópur sem fór í þennan leiðangur, meðlimir úr Sænsku Akademíunni og fáeinir Södergransérfræðingar í Helsingfors. Við sömdum nýtt plan, draumaferð um þetta svæði, - auðheyrilega byggðir bláfátæks fólks - þar sem við heimsækjum Pétursborg í sömu ferð.
Stina kom færandi hendi, m.a. undurfallegt ljóðakver sem er seinusta ljóðabókin eftir Eva-Stina Byggmästar: Knoppar blommor blad och grenar. Oft koma myndir af hudufólki í ljóðunum:
"En blåälva närmar sig
med små fjät, nästan svävande.
En natthare sitter omslutten
av rosa moln; blommande malvaskyer. "
Bara sem dæmi; svo blátt áfram og einfaldlega.
Þegar Stina var búin að lesa nokkrar tangófrásagnir sem ég hef birt, og furða sig á þessari specialiseringu, benti hún mér á að ég á eftir að skrifa söguna um það afhverju ég dansa tango. Þegar hún spurði þá heyrði ég á svari mínu að sú saga byrjaði snemma og er nú þegar orðin löng ...
"Tangóinn stendur bersýnilega fyrir einhverju sem er glatað án þess að beinlínis minna á hið glataða" (Tangon representerar uppenbarligen någonting förlorat utan att direkt påminna om det förlorade), segir Carl-Gunnar Åhlén sem samanþjappað svar við spurningunni um sálfræðilega merkingu tangósins og hvað hann þýddi fyrir fólk ... í doktorsritgerð sinni um tangó frá 1987.
Í kvöld dansaði ég salsa - aftur á Liseberg - svona til að styrkja mig. Osiel norðurlandameistari 2005 (ásamt Adriana Mendes) var gestakennari og Adriana í fríi. Ég var ekki með húfu og þá vakti sondan mín alltí einu meiri athygli og margir spurðu hvað hún ætti að þýða. Ég er farin að geta hámað í mig ís og geri það minnst einu sinni á dag!



