
Ég dansaði í nótt og ég dansaði í gær og fyrrinótt. Gamla slitna samkonuhúsið Österlcykan i Floda varð enn einu sinni að miðpunkti fyrir tangóara úr ýmsum áttum, Berlín, Róm, Osló og Uppsala; Stokkhólmi, Skáni, Kaupmannahöfn, Hamborg, gott ef ekki Englandi og frá svæðunum hér við Rio de la Göte. Endurfundir og faðmlög, ærsl og umhyggja í æ nýjum takti. Tangóvinir sem fá mann til að gleyma allri óvissu um stund. Enda frískari en ég hef verið lengi, varla með hnerra.